21.6.2007 | 17:46
Hvað með 11. sept 2001?
En hvað gerðist þá í flugvélunum 11. sept 2001? Höfum við ekki séð dramatískar kvikmyndir um það þarsem farþegar hringja í nánustu ættingja úr flugvélunum rétt áður en þeir láta lífið á hræðilegann hátt?
![]() |
Hringt úr farsíma í háloftunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það eru sérstakir flugvélasímar sem hafa verið um borð í sumum vélum!
Eva Þorsteinsdóttir, 21.6.2007 kl. 17:57
Kíktu á heimildarmyndina Loose Change á Google Video. Hún fjallar einmitt um þetta. http://video.google.com/videoplay?docid=7866929448192753501&q=loose+change&total=2235&start=0&num=10&so=0&type=search&plindex=0
Jón Steinar Ragnarsson, 21.6.2007 kl. 18:03
Ég veit um flugvélasímana Eva, en í þeim myndum sem mig minnir að ég hafi séð þar voru farþegarnir að hringja úr farsímunum sínum. Þessvegna er það mjög skrítið 6 árum síðar að sjá upplýsingar um að símafyrirtækin ætli að fara að bjóða uppá farsímasímtöl úr háloftunum. Það er eitthvað mjög gruggugt við það er það ekki?
Jón Gauti Árnason, 21.6.2007 kl. 18:11
Það er alveg hægt að hringja úr farsímum í flugvélum... ekkert mál og næst bara fínt samband. Hins vegar er það bannað uppá fjarskiptatæki flugvélarinnar, svo það sé alveg útilokað að útvarpsbylgjur trufli ekki senda og ratsjárbúnað og fleiri tæki t.d. hæðarmæla og fleira sem flugmenn og tölvur flugvélarinnar notast við í flugi.
Kemur sambandi ekkert við. Þetta er bara að þessir símar senda á allt öðrum bylgjulengdum væntanlega og þannig getur það ekki truflað neitt í flugvélinni. Flugsímarnir eru hins vegar notaðir í stað farsímanna og reyndar telja margir (þar sem það er ekki 100% sannað að símar geti truflað fjarskiptabúnaði flugvéla) að þetta sé bara svo fólk notist við rándýra síma flugfélaganna og ekkert annað
Sæþór
Sæþór (IP-tala skráð) 21.6.2007 kl. 20:11
fékk þær upplýsingar frá flugmanni að þetta væri nú bara bull með það að það megi ekki hringja vegna truflana.. það er bara sagt svo allir séu ekki í símanum í flugi..
þetta var víst áður en tæknin sem er notuð í dag kom til.. og nú í dag er ekkert sem sannar né afsannar að þetta geti gert nokkuð til.. ég meira að segja hringdi í kærasta minn úr flugvél um daginn.. bað meira að segja um leyfi.. og fékk það!
og ekki lenti ég í flugslysi!! 
Lína (IP-tala skráð) 22.6.2007 kl. 01:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.