Latibær og Unnur Birna.

Allt annar dagur í dag.  Komst að því þegar ég kom út í morgun að gærdagurinn var mjög óhefðbundinn þarsem það var verkfall í gangi sem mér reyndar skilst að séu mjög algeng hérna.  Allt iðaði af lífi, endalaust af litlum matarbásum þarsem verið var að selja allskonar góðgæti og matarlyktin yfirgnæfði lyktina sem var í gær í flestum tilfellum. 

Gerði lítið annað en að rölta um og skoða á mörkuðunum og bara nokkuð gaman að sjá þetta allt. 

Kveikti á sjónvarpinu aðeins í morgun og sá þá að þeir voru að sýna Latabæ hérna.  Sá Stefán Karl í öllu sínu veldi, skipti svo um stöð og það fyrsta sem blasti við mér var löng sjónvarpsauglýsing með Unni Birnu í aðalhlutverki.

Varð vitni af svipuðum menningaráhrifum í gær þó deila megi um jákvæðni þess.  Það vakti athygli mína þegar ég var á gangi í gærkvöldi hópur fólks sem stóð á gangstéttinni.  Þegar ég skoðaði betur ætlaði ég vart að trúa mínum eigin augum.  Þarna stóðu í það minnsta 50 manns ef ekki fleiri og beið þolinmótt í röð tilað komast inná McDonalds.  Yndislegt ekki satt. 

Ætla að kaupa mér lestarmiða á morgun og fara til Patna á mánudaginn.  Trúi því að það verði miklu betra þar.  Eyðandi tímanum með Dada.

Bestu kveðjur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jæja...mikið er ég fegin að þú ert þó búinn að fá eitthvað almennilegt að borða. Og já, ekki slæmt að geta horft á Latabæ og Unni Birnu, það segir okkur kannski meira en margt annað um Indland. Kunna greinilega gott að meta. Passaðu þig nú á "Ladyboys" og farðu að koma þér til Dada. Ástarkveðjur úr snjónum og frostinu á klakanum. Vala

Vala (IP-tala skráð) 19.3.2007 kl. 08:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband