Calcutta

Jæja....

 Eftir að hafa ráfað um london heila nótt þarsem ég vissi ekki að express lestin útá flugvöll hætti að ganga yfir hánóttina, fjögurra tíma hangs á flugvellinum og svo tíu tíma flug er ég loksins kominn til indlands.  Þvílík sæla........

 

Ég ákvað að hringja frá london og panta hótel þarsem ég kæmi að næturlagi.  Splæsti í milliklassa hótel svona svo auðveldara væri að ná úr sér mesta sjokkinu. 

Auðvitað byrjaði gamanið strax á flugvellinum.  Las í biblíunni góðu að best væri að kaupa pre-paid taxi frá flugvellinum niðrí bæ.  Gerði það og borgaði sanngjarnt verð fyrir, en síðan þegar út kom þá kemur einhver gaur og rífur af mér kvittunina sem var í tvíriti, og áðuren ég fékk tóm tilað malda í móinn var hann búinn að opna eh leigubíl og ýta mér inn með farangurinn og allt.  Ég vissi að ég var í réttri gerð af leigubíl þe, gulum en fannst aðferðin ekki passa auk þess sem gaurinn sem reif af mér miðann sat frammí hjá leigubílstjóaranum.  Báðir töluðu lélega ensku sem ég skildi illa en þegar þeir keyrðu af stað sagði ég þeim að stoppa og sagði að þetta passaði ekki.  Opnaði hurðina og hótaði því að ná í lögregluna því þeir væru að pretta mig....eftir mikið stapp og vesen fékks "vinurinn" loks tilað yfirgefa bílinn og við gátum því lagt að stað.

Eftir því sem við keyrðum lengra og lengra inní bæinn því minna leist mér á blikuna.  Allt alveg ótrúlega sóðalegt og fátæklegt.  Allstaðar fólk sofandi á gangstéttum og þetta virtist bara fara versnandi.  Ég hélt þó í vonina um að hótelið sem auðvitað var ekki af ódýrustu sort væri í fínu hverfi og allt endaði þetta vel.  En alltíeinu stoppar gaurinn í hverfi sem var bara allsekkert gott.  Biður um kvittunina sem ég hafði náð aftur af "vininum" með hótunum, lítur á hana og bendir svo eitthvað.  Ég ætlaði ekki að trúa þessu en þetta var víst hótelið góða.  Auðvitað voru allir sofandi á þessum tíma og ekkert líf neinstaðar en þeir ruku til þegar ég kom og sýndu mér herbergið.  Ég var í hálfgerðu losti ennþá og leist nákvæmlega ekkert á.  Samt hafði loneley planet bókin sagt að þetta væri "einstaklega bjart og fallegt hótel":)

Ég byrjaði á því að scanna allt, drepa nokkra kakkalakka og moskítóflugur.  Sá svo að það var engin ábreiða né teppi á rúminu.  Mér fannst allt svo sóðalegt að ég meikaði allsekki að fara í sturtu.......Kveikti á sjónvarpinu sem ég svo gjarnan hefði verið tilí að sleppa fyrir aðeins hreinna herbergi og lokaði augunum og reyndi að gleyma stund og stað. 

Vaknaði og leið betur, fór í sturtu og ákvað að reyna að finna mér einhvern góðan stað tilað borða á.  Þegar ég kom út þá leit þetta aðeins betur út enda búinn að hvíla mig smá.  Samt fannst mér allt einstaklega sóðalegt, og fann hvergi stað sem ég gat með nokkru móti hugsað mér að borða á þrátt fyrir að hafa varla borðað í rúmlega sólarhring.  Gekk um í rúmlega klukkutíma en fann ekkert og flestir staðir virtust lokaðir. Reyndi að líta ekki of mikið í kringum mig og langaði mest að ganga með lokuð augun tilað sjá ekki þaðsem ég var að sjá.  Að lokum sneri ég við og valdi þann sem virtist hreinastur.  Pantaði ávaxtahafragraut og kaffi.  Starði útí loftið ennþá í sjokki og mjög kvíðinn fyrir því hvernig maturinn myndi líta út.  Mér tókst að borða með því að loka augunum, borða hægt, horfa hvorki á hvað þjónarnir voru óhreinir né hvað allt virtist skítugt og loks reyna að ædíeita á Baba.  Kaffið var fínt og ég hresstist til muna við það en leist ekkert á það sem ég sá á botninum en reyndi að líta framhjá því. 

Eftir að hafa ráfað um í klukkutíma að leita að stað þarsem ég gæti borðað aðeins meira og betra gafst ég upp þegar ég komst að því að það væri verkfall í dag.  Fólk að mótmæla morðum sem framin voru einhverstaðar í fylkinu.  Ég fór því aftur uppá hótelherbergið mitt sem alltíeinu var orðið einsog vin í eyðimörkinni.

En jæja, þið hafið nú aðeins fengið smjörþefinn af móðursjúkum manni í menningarsjokki.....Alveg einsog að hótelið mitt er alltíeinu orðið mjög fínt veit ég að calcutta verður það innan tíðar einsog indland í heild sinni.  Auk þess er margt sem er gaman að sjá hér og margt í fólkinu sem mér líkar.

En bið að heilsa í bili.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Aldeilis góðar móttökur maður, hvar kemstu eiginlega á internetið? Miðað við lýsingarnar þá hljómar eins og þú hafir tekið ranga flugvél og endað í Afríku einhverstaðar.  Ég "googlaði calutta" og sá þar grein um fjöldamorðin í fylkinu....agalegt ástand maður!

 Vertu duglegur að blogga,

kveðja, Finnur

Finnur Kristinsson (IP-tala skráð) 16.3.2007 kl. 19:53

2 identicon

Blessaður og sæll! Það er merkileg menning þarna eftir lýsingunni og ég sé fyrir mér að þetta ástand er öllu verra en á Reykjaströndinni snjóaveturinn fræga þega við börnin snöpuðum eftir þara í fjörunum og átum girðingarstaura á sunnudögum. Hann Arnar á Hljómalind segir að það sem gangi næst því að vera hættulaust til átu þarna sé ofsoðið grænmeti. Hér í frystikistunni eru sviðakjammar sem bíða eftir að komast til þín en ferðir eru víst strjálar því pósturinn liggur í flensu.

Án gamans þá erum við hérna heima hæfilega áhyggjufull og vel það. Við gætum svo lítið gert ef þú t.d. legðist veikur, því þjónustan er áreiðanlega ekki á marga fiskana. Er ekki eitthvert vestrænt sendiráð þarna eða í það minnsta consulat? En það hefur engan tilgang að velta sér upp úr áhyggjum svo við leyfum okkur bara að þetta gangi allt saman vel og þú hafir gaman af þessu. Á ég ekki barasta að biðja hana Valgerði okkar að gera þig að sendiherra? Svar óskast hið bráðasta því það styttist í kosningar.

Ævinlega blessaður og það streyma til þín hlýjar kveðjur frá öllum heima.

Pabbi og mamma (IP-tala skráð) 17.3.2007 kl. 14:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband