Færsluflokkur: Bloggar

Patna

Er kominn til Patna.  Kom snemma í morgun og dreif mig uppá hótel með hjálp einhverra indverja um leið og ég kom.  Borgin virðist miklu fátæklegri en Calcutta en ekki jafn menguð.  Nú tekur við að hafa uppá dada í dag og sjá svo til með framhaldið.  Líst mjög vel á þetta allt


Latibær og Unnur Birna.

Allt annar dagur í dag.  Komst að því þegar ég kom út í morgun að gærdagurinn var mjög óhefðbundinn þarsem það var verkfall í gangi sem mér reyndar skilst að séu mjög algeng hérna.  Allt iðaði af lífi, endalaust af litlum matarbásum þarsem verið var að selja allskonar góðgæti og matarlyktin yfirgnæfði lyktina sem var í gær í flestum tilfellum. 

Gerði lítið annað en að rölta um og skoða á mörkuðunum og bara nokkuð gaman að sjá þetta allt. 

Kveikti á sjónvarpinu aðeins í morgun og sá þá að þeir voru að sýna Latabæ hérna.  Sá Stefán Karl í öllu sínu veldi, skipti svo um stöð og það fyrsta sem blasti við mér var löng sjónvarpsauglýsing með Unni Birnu í aðalhlutverki.

Varð vitni af svipuðum menningaráhrifum í gær þó deila megi um jákvæðni þess.  Það vakti athygli mína þegar ég var á gangi í gærkvöldi hópur fólks sem stóð á gangstéttinni.  Þegar ég skoðaði betur ætlaði ég vart að trúa mínum eigin augum.  Þarna stóðu í það minnsta 50 manns ef ekki fleiri og beið þolinmótt í röð tilað komast inná McDonalds.  Yndislegt ekki satt. 

Ætla að kaupa mér lestarmiða á morgun og fara til Patna á mánudaginn.  Trúi því að það verði miklu betra þar.  Eyðandi tímanum með Dada.

Bestu kveðjur


Calcutta

Jæja....

 Eftir að hafa ráfað um london heila nótt þarsem ég vissi ekki að express lestin útá flugvöll hætti að ganga yfir hánóttina, fjögurra tíma hangs á flugvellinum og svo tíu tíma flug er ég loksins kominn til indlands.  Þvílík sæla........

 

Ég ákvað að hringja frá london og panta hótel þarsem ég kæmi að næturlagi.  Splæsti í milliklassa hótel svona svo auðveldara væri að ná úr sér mesta sjokkinu. 

Auðvitað byrjaði gamanið strax á flugvellinum.  Las í biblíunni góðu að best væri að kaupa pre-paid taxi frá flugvellinum niðrí bæ.  Gerði það og borgaði sanngjarnt verð fyrir, en síðan þegar út kom þá kemur einhver gaur og rífur af mér kvittunina sem var í tvíriti, og áðuren ég fékk tóm tilað malda í móinn var hann búinn að opna eh leigubíl og ýta mér inn með farangurinn og allt.  Ég vissi að ég var í réttri gerð af leigubíl þe, gulum en fannst aðferðin ekki passa auk þess sem gaurinn sem reif af mér miðann sat frammí hjá leigubílstjóaranum.  Báðir töluðu lélega ensku sem ég skildi illa en þegar þeir keyrðu af stað sagði ég þeim að stoppa og sagði að þetta passaði ekki.  Opnaði hurðina og hótaði því að ná í lögregluna því þeir væru að pretta mig....eftir mikið stapp og vesen fékks "vinurinn" loks tilað yfirgefa bílinn og við gátum því lagt að stað.

Eftir því sem við keyrðum lengra og lengra inní bæinn því minna leist mér á blikuna.  Allt alveg ótrúlega sóðalegt og fátæklegt.  Allstaðar fólk sofandi á gangstéttum og þetta virtist bara fara versnandi.  Ég hélt þó í vonina um að hótelið sem auðvitað var ekki af ódýrustu sort væri í fínu hverfi og allt endaði þetta vel.  En alltíeinu stoppar gaurinn í hverfi sem var bara allsekkert gott.  Biður um kvittunina sem ég hafði náð aftur af "vininum" með hótunum, lítur á hana og bendir svo eitthvað.  Ég ætlaði ekki að trúa þessu en þetta var víst hótelið góða.  Auðvitað voru allir sofandi á þessum tíma og ekkert líf neinstaðar en þeir ruku til þegar ég kom og sýndu mér herbergið.  Ég var í hálfgerðu losti ennþá og leist nákvæmlega ekkert á.  Samt hafði loneley planet bókin sagt að þetta væri "einstaklega bjart og fallegt hótel":)

Ég byrjaði á því að scanna allt, drepa nokkra kakkalakka og moskítóflugur.  Sá svo að það var engin ábreiða né teppi á rúminu.  Mér fannst allt svo sóðalegt að ég meikaði allsekki að fara í sturtu.......Kveikti á sjónvarpinu sem ég svo gjarnan hefði verið tilí að sleppa fyrir aðeins hreinna herbergi og lokaði augunum og reyndi að gleyma stund og stað. 

Vaknaði og leið betur, fór í sturtu og ákvað að reyna að finna mér einhvern góðan stað tilað borða á.  Þegar ég kom út þá leit þetta aðeins betur út enda búinn að hvíla mig smá.  Samt fannst mér allt einstaklega sóðalegt, og fann hvergi stað sem ég gat með nokkru móti hugsað mér að borða á þrátt fyrir að hafa varla borðað í rúmlega sólarhring.  Gekk um í rúmlega klukkutíma en fann ekkert og flestir staðir virtust lokaðir. Reyndi að líta ekki of mikið í kringum mig og langaði mest að ganga með lokuð augun tilað sjá ekki þaðsem ég var að sjá.  Að lokum sneri ég við og valdi þann sem virtist hreinastur.  Pantaði ávaxtahafragraut og kaffi.  Starði útí loftið ennþá í sjokki og mjög kvíðinn fyrir því hvernig maturinn myndi líta út.  Mér tókst að borða með því að loka augunum, borða hægt, horfa hvorki á hvað þjónarnir voru óhreinir né hvað allt virtist skítugt og loks reyna að ædíeita á Baba.  Kaffið var fínt og ég hresstist til muna við það en leist ekkert á það sem ég sá á botninum en reyndi að líta framhjá því. 

Eftir að hafa ráfað um í klukkutíma að leita að stað þarsem ég gæti borðað aðeins meira og betra gafst ég upp þegar ég komst að því að það væri verkfall í dag.  Fólk að mótmæla morðum sem framin voru einhverstaðar í fylkinu.  Ég fór því aftur uppá hótelherbergið mitt sem alltíeinu var orðið einsog vin í eyðimörkinni.

En jæja, þið hafið nú aðeins fengið smjörþefinn af móðursjúkum manni í menningarsjokki.....Alveg einsog að hótelið mitt er alltíeinu orðið mjög fínt veit ég að calcutta verður það innan tíðar einsog indland í heild sinni.  Auk þess er margt sem er gaman að sjá hér og margt í fólkinu sem mér líkar.

En bið að heilsa í bili.....


London/Calcutta

Jaeja tha er hid mikla aevintyri loksins hafid.  Kom med flugi til london snemma i morgun og tarf ad dusa her til morguns tegar eg loksins hoppa uppi naestu vel sem ber mig vonandi alla leid til hinnar einkar sodalegu, ohemju mannmorgu indversku borgar Calcutta. 

Stefnan er tekin a reyna ad reyna ad na ur ser mestu ferdatreytunni og menningarsjokkinu a tveimur dogum i Calcutta og nota til tess eitthvad saemilega hreint og odyrt hotel.  Eftir tad bidur min ca 8 tima lestarferd til hofudborgar fataekasta rikis indlands, Patna. 

Eg keypti mer bibliu bakpokaferdalangsins adan, lonley planet, tarsem bokin um Indland fekkst ekki heima.  Bokin telur ca 1150 bladsidur eingongu um Indland.  Tegar eg fletti upp Patna voru heilar 2 eda 3 bladsidur helgadar tessari hofudborg Bihar sem telur 83 milljonir manna. Tar er sagt ad tetta se fataekasti hluti landsins, ad tad hafi faerst meir og meir i voxt unanfarid ad rutur, bilar og jafnvel lestir seu stoppadar af stigamonnum sem ganga um og raena alla um bord.  Tetta hafi gert tad ad verkum ad ferdamenn veigra ser vid ad ferdast um svaedid.  Segir i bokinni ad to svo ad madur sleppi jafnvel vid ad vera raendur borgi sig samt ad geyma ekki oll verdmaeti sin a sama stad.  Einhverra hluta vegna ta slaer lestur bibliunna miklu, litid sem ekkert a kvidann sem eg hef haft fyrir tessari aevintyraferd undanfarid. 

En jaeja, tetta verdur i tad minnsta mjog frolegt aevintyri og..................


Fyrsta bloggfærsla

Þessi færsla er búin til af kerfinu þegar notandi er stofnaður. Henni má eyða eða breyta að vild.ljl;ksjdf;gklg;sklgskl;jdgl;jdgl;sg

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband